Veldu tungumál:

Um okkur
Pressphotos er myndabanki með fréttamyndum.
Fréttaljósmyndarar sem eru freelance senda inn myndir af viðburðum jafnóðum og hlutirnir gerast og geta þeir fjölmiðlar, sem áhuga hafa, leigt birtingarrétt á myndum eftir að þær hafa birst inni á mynda bankanum.
Aðeins er leigður út birtingarréttur á myndir í eitt ár í senn, höfundarréttur er ekki framseldur og mun það ekki verða í boði.
Birtingarréttur er leigður per mynd, þannig að sá fjölmiðill sem kaupir birtingarrétt á mynd, hefur hann í eitt ár frá kaupum.
Innanlands er aðeins einn fjölmiðill sem getur keypt birtingarrétt á hverri mynd, en birtingarrétturinn gildir aðeins innan Íslands og áskilur Pressphotos sér fullan rétt á að selja erlendum fjölmiðlum birtingarrétt á sömu mynd og innlendur miðill kaupir. Birtingarréttur er þó ekki gildur á einn miðil innanlands sé um stórviðburð eða náttúruhamfarir að ræða nema sérstaklega hafi verið um það samið fyrirfram.

Við leyfum ekki endurbirtingar á verkum ljósmyndara Pressphotos og munum ekki gefa slík leyfi sé óskað eftir því.

Pressphotos hefur á að skipa tólf freelance fréttaljósmyndurum en hópurinn stækkar stöðugt.

Allir fréttaljósmyndarar Pressphotos vinna eftir siðareglum sem eru byggðar á sömu forsendum og aðrir fréttaljósmyndarar vinna eftir.